Um Simpliciter
Nafn fyrirtækisins, Simpliciter, er dregið af latneska atviksorðinu ‘simply’ sem þýðir á íslensku ‘einfaldlega’. Þetta orð er kjarninn í hugsjón fyrirtækisins, þar sem við einfaldlega bjóðum upp á hágæða viðburðarstjórnun og ferðalög sérsniðin að þínum óskum.
Við leggjum mikinn metnað í að vera hugmyndarík og skapandi þegar kemur að því að leita lausna fyrir viðskiptavini okkar.
Sveigjanleiki í þjónustu
Við höfum sveigjanleika og getu til að koma til móts við ólíka hópa sem og einstaklinga.
Við erum meðvituð um það að velgengni okkar byggir að hluta til á því hve landslag og náttúra Aberdeen er stórbrotin og því nálgumst við umhverfi okkar af virðingu og öryggi.
Stjórnun fyrirtækisins
Stofnandi og framkvæmdastjóri Simpliciter er Jóhanna B. Guðmundsdóttir. Jóhanna er reyndur viðburðarstjóri með yfir 20 ára reynslu í ferðaþjónustugeiranum.
Email: johanna@simpliciter.org
Samstarfsaðilar
Simpliciter er einungis í samstarfi með fyrirtækjum sem hafa góðan orðstír og öll tilskilin leyfi.